mánudagur, maí 09, 2005

Mmm... vaffla Já sæl sæl sæl... helgin var mjög góð í alla staði - ég reið út, hjólaði á nýja hjólinu mínu og tók djammið vel í rassgatið með Viggu minni og ég var edrú í bæði skiptin!!! Við kíktum í bæinn á föstudaginn, sátum á Hressó og fífluðumst með Einari Óla, vini Viggu og skoðuðum fólkið í bænum, sem var svona mishresst hehehe... Á laugardagskvöldið eftir góðan reiðtúr og hjólatúr sendi ég Viggu sms, iðaði alveg í skinninu, mig langaði svo að dilla mér... ;) - Ég hitti hana og Lindu í party sem stefndi á Sálina á Nasa en svo um miðnætti uppgötvaði Vigga að Jet Black Joe væru að spila á Gauknum. Á 5 mínútum vorum við farnar úr partýinu, inn á Gaukinn og tilbúnar í rokkið... Sign hituðu upp og komu virkilega á óvart, frekar þéttir og flott lög - söngvarinn var nú samt ekki að gera sig en þeir komust upp með það! Jet Black Joe stóðu sig með prýði og fannst okkur voða gaman að fylgjast með Palla Rós, þessi maður er nú bara endalaust sjarmerandi á sviði! Vigga lét mig bragða bestu vöfflu í heimi í vöffluvagninum... common, ég fékk gæsahúð, hún var svo góð!!! shit... það er samt örugglega eitthvað ávanabindandi í deiginu...! Hurru... ég var í spriklinu áðan og var að gera dauðans magaæfingar og svo allt í einu fann ég mikla þörf fyrir að leysa vind, ég hélt þó í mér því einkaþjálfarinn stóð við lappirnar á mér... hehehe, það hefði ekki litið vel út hefði ég prumpað á hann Boris!!! hahahah... p.s. Tulla, ég er að æfa í Orkuverinu í Egilshöll! Nokkrar góðar ég og Steini í góðum gír á Hressó! ég, Vigga og Einar Óli... ehh ? ég og Linda á Gauknum ég í ægilega góðum fíling :o) verið að prófa fítusa á myndavélinni Jet Black Joe, Palli góður! Síðasta mynd lau.kvöldsins... þið getið séð fleiri í myndasafninu hennar Viggu! Nóg í bili!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home