mánudagur, október 25, 2004

Jæja þá og svei mér þá! Ég er bara búin að breyta síðunni aftur!!! - hvernig líst ykkur á þetta ? Ég hef fengið nokkrar kvartanir vegna bloggleysis míns... og ætla ég hér með að bæta úr því! Ég var í viku úti í Danmörku og ef einhvern langar að vita hvað ég var að gera þá á ég 7 blaðsíðna dagbók um ferðina... á dönsku, you like? - Ég verð alltaf staðráðnari og staðráðnari í því að ég eigi að eiga heima í Danmörku - mér líður svo vel þarna! Ég hlakka svo til þegar við Davíð flytjum, jii... þið getið ekki ímyndað ykkur! Ég fór á djammið um helgina með Viggu. Voða gaman hjá okkur, hittum Báru og höfðum gaman á Hressó. Ég tók samt þá ákvörðun að ég ætla aldrei aftur á djammið í miðbænum, ALDREI segi ég! Ég er meira fyrir heimaparty, s.s. grill-,potta-,sötr og gítarparty. Ég hef nefnilega alloft lent í því að mæta galvösk í partí og fundið strax að fílingurinn er sá að hella nógu andskoti mikið í sig áður en stefnt er á miðbæinn. Ég meika það bara ekkert! Þið sem eruð sammála mér, speak up! - Annars er ég eiginlega mikið að spá í það að hætta að drekka, nema í stórafmælum og við mjög sérstök tækifæri! Ég er farin að taka eftir miklum áhuga á Idol þetta árið - enda er mikið af hæfileikaríku fólki að taka þátt... say no more ;oD Ég hef ekki tíma til að skrifa meira, ég ætla að maula smá M&M's og horfa á C.S.I. - eitthvað spúkí þáttur í gangi, úje! Nuff said... over and out!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home