sunnudagur, ágúst 15, 2004

Jæja, er ekki kominn tími á blogg, fröken Rósa? Sumarið hefur leikið við mig ... ég er orðin útitekin og sælleg, gæti verið brúnni en það kemur allt! Davíð minn er farinn að vinna uppi á hnjúkunum hans Kára aftur... fer í 2 vikur í senn og kemur svo í frí í eina... miklu skárra en þegar hann var að vinna þarna síðast! Ég og Bára skelltum okkur á ærlegt djamm fyrir um 10 dögum síðan, einmitt daginn sem Davíð fór á fjall... Hressó liðið hélt örugglega að við værum eitthvað eftir á í þroska, geifluðum okkur framan í hvor aðra og vorum með fíflaskap - hahaha iss bara gaman, Bára var þaggi?!?! Ég fór á pinnahælunum niður í bæ, ætlaði að vera voða gella en sjitt hvað þeir voru orðnir þreytandi um svona 4-leytið... en viti menn, við brugðum á það ráð að vera í sitt hvorum skónum... og það virkaði bara vel! Við hittum Viggu og vini á Hressó, Daníel, sem knúsaði okkur á báða bóga og svo Soffíu sætu, sem stóð á undan okkur í Hlölla röðinni... held henni hafi ekki alveg litist á okkur þarna... en hvað um það!!! Ég sá svo Garfield á föstudaginn með Lárusi bróðir, hann átti frímiða svo við skelltum okkur bara ;) Fallegt af honum að bjóða stóru systir bara með sér! Ég var nú samt ekki ánægð með þessa mynd... framleiðendur hefðu átt að halda í svarta húmorinn sem fylgir Garfield í staðinn fyrir að gera svona barnamynd... pff... hún fer ekki á vinsældalistann minn allavega! En engu að síður gaman að fara í bíó!

Heyrðu já, ég og Bára fjárfestum í miðum á James Brown í gær... djöfull hlakka ég til, afsakið orðbragðið!!! Er einmitt að hlusta á Jagúar núna, undirbúa mig aðeins... þeir hita víst upp fyrir kallinn!
Jæja, ég ætla að horfa á nokkra Simpson eða Friends þætti og svífa svo í draumalandið, vinna á morgun... Nuff said...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home