laugardagur, júlí 24, 2004

Djöfuls rigning í gær maður... vá!!! Ég labbaði niður í vinnu kl. 13:00 og kl. 13:05 var ég holdvot... andskotinn! Svo þegar ég kom heim eftir vinnu gat ég fengið svona hva... líter eða tvo af vatni - bara úr buxunum mínum... að ég minnist ekki á peysuna, derhúfuna og sokkana!! Svo í gærkvöldi fór ég á svona konukvöld heima hjá Betu frænku hans Davíðs og þar var voða stuð, harmónikkuspil, píanó og söngur... fyrst og fremst svona "ræ ræ ræ" söngvar ... hahaha! Svo þegar klukkan var að verða margt, þá ákvað ég að fara heim vegna þreytu og sérstaklega vegna magaverkja út af hvítvíninu í teitinu, fór eitthvað illa í mig... Ég er með pínulítinn móral... því ég ætlaði sko að fara að hitta Báru mína og tjútta aðeins, búin að kaupa eina góða vínflösku og svona!!! Bára - þú átt inni hjá mér gott djamm!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home