Jæja... Ég byrjaði að vinna í morgun, langt síðan ég vann síðast, vá... En ég er að vinna á gæsluvellinum í Brekkuhúsum, hérna rétt fyrir neðan bara... voða næs, fékk að fara aðeins fyrr heim því það var bara eitt barn fyrir hádegi í dag! Annars er ég að vinna frá 9-12 og svo 13-16:30 - alveg rosalega þægilegt! Við Davíð skelltum okkur vestur í Birkihlíð um helgina, fengum alveg brakandi sólskin og blíðu - hitinn var í kringum 20°C alla helgina! Eyrún og Ásgeir fóru vestur líka og voru hjá okkur á föstudaginn og fram á laugardag. Við grilluðum, fengum okkur í glas, strákarnir kíktu í pottinn inni í firði og svo höfðum við það bara notalegt... Á laugardeginum vaknaði ég snemma, um 8 eða 9 leytið en þau hin steinsváfu - ég bara gat ekki sofið í hitanum! Við vorum svo samferða yfir á Bíldudal, en þar snéru Eyrún og Ásgeir við og fóru yfir á Ísafjörð og sáum við ekki meir af þeim... Nú, við Davíð keyptum okkur ís á Patró og brunuðum svo heim í Birkihlíð, grilluðum aftur og spiluðum fram á nótt! Á sunnudeginum fórum við niður í fjöru og stefndum á miklar framkvæmdir, við ætluðum sko að búa til svaka sandkastala - ég hætti í miðju kafi og hafði meiri áhuga á því að grafa mig á kaf í sandinn og Davíð bjó til einn turn á kastalann sem hrundi... þá gáfumst við upp! Fórum frekar að vaða í sjónum... hann var svona hlandvolgur en varð ívið kaldari þegar ég var komin upp undir mið læri... shit! Sjórinn verður samt heitari í sumar og þá skal ég synda! Seinni partinn lágum við svo í sólbaði uppi í Birkihlíð en ég gafst upp út af randaflugum og geitungum, oj bara! - Það er alveg mökkur af þessu ógeði þarna, - jájá, það þýðir ekkert að segja mér að þessi kvikindi geri mér ekki neitt, ég er samt hrædd! Davíð steinsofnaði í sólinni og er nú mjög brunninn á handleggjunum hehehe! Ég var bara smávegis rauð á öxlunum og á nefinu eftir fjöruævintýrið... JÆJA - við grilluðum AFTUR þetta kvöld og höfðum það bara notalegt... kíktum svo niður á Brjánslæk... Ég sá nokkur lömb fæðast og fékk að gefa pela og var nokkuð sátt bara - en ég ætla mér að komast í sauðburð á næsta ári, hef ekki komist í nokkur ár!!! Við dóluðum okkur svo í bæinn seint á sunnudagskvöldið til að sleppa við traffíkina í gær... Jæja, ég ætla að fá mér eitthvað að borða áður en ég tölti niður eftir aftur! Ble...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home