Well then... Enn og aftur er ég komin heim, snemma að morgni til að fylla höfuð mitt af fróðleik... eða til að vinna verkefni sem ég á að vera löngu búin að skila - en þó er ég stolt af mér að vera vöknuð! Sólin var heit í morgun... hún hefur þessi áhrif á mig að ég brosi bara ósjálfrátt og gretti mig í framan - en samt á góðan máta! Ég fyllist öll orku og finnst ég geta allt! Ég er mikil vor/sumar manneskja... þó ég verði ekki eíns sólbrún og ég vildi vera - jebb, mamma mín er rauðhærð - og ég erfði húðina frá henni - white as a baby's ass... ekki það að það sé slæmt en ef ég færi til útlanda, þá fengi ég ekki brúnan lit heldur yrði ég fjólublá og rauð - jebb, been there done that! Hins vegar er pabbi minn eiginlega svarthærður... hann þarf ekki annað en að reka höfuðið út í 5 mínútur - þá er hann sólbrúnn og fínn! Ég held að hann sé bara að fitta vel inn þarna í Afríku... er örugglega orðinn eins og innfæddur! Jæja, ég sé það á morgun þegar hann kemur heim! Ég hef sólbrunnið á augnlokunum sjáiði til... ég varð eins og ég hefði lent í hörkuslagsmálum! Einnig er ég mjög góð í því að brenna mig á bringunni og á handleggjunum , hvað þá á nefinu! - Ég verð eiginlega svona djúpsteikt sko - mig verkjar ef ég hreyfi mig og vil helst standa í kaldri sturtu í nokkra daga... Ég kann líka að gleyma að nota sólarvörn ... ahhh minnir mig á gömlu góðu dagana í Köben! Vegna þessara vandræða hef ég mikið verið að pæla í þessum brúnkuklefum, eru þeir að virka eða ? Finnst karlmönnum fallegt að konur séu með rjómalita húð og freknur í andlitinu eins og ég eða finnst þeim flottara ef þær eru brúnar og svona... ? Ég ætla nú ekki að skrifa meira í dag, ætla að skella mér í íslensku- eða enskuverkefni - eða geri bara "úllen dúllen doff!" - Það er dálítið spennó! Annars á ég afmæli bara eftir 18 daga! Það kallast nokkuð gott held ég... p.s. ég fer kannski að kalla sjálfa mig Sólveigu - það yrði gott svona stage name þegar ég verð fræg - ójá - ég verð fræg! *geðveikissvipur og slef í munnvikunum* Nuff said...
Quote of the day "I like pigs. Dogs look up to us. Cats look down on us. Pigs treat us as equals" Winston Churchill
<< Home