sunnudagur, maí 16, 2004

Íslenska 603 á morgun Eins og svo oft áður þegar ég er að læra, þá tek ég mér pásur, og nú fór ég á leit.is og leitaði að "Rósa" og fékk upp einhverja bloggsíðu, flott. Ég skoðaði og rakst þá á "Það sem fólk segir um mig" og fann eftirfarandi:

"FREYJA: Hörpu kynntist ég fyrst á leiðnlegan hátt.. við vorum báðar "með" sama gaurnum.. en núna er það allt búið og núan er hún ein af bestu vikonum mínum!!! Harpa er algjör gella.. ég kýs að kalla hana Harpa aka Hottie.. :) Hún er einu ári yngri en ég og er í Digró! Hún er alleg meega hössler.. Harpa er bara yndisleg manneskja og ég vona að ég verði vinkona hennar endalaust!!!!!!!!! Kisskiss beibið mitt!!!!"
Jah, í fyrsta lagi - þá eru þessar gellur í grunnskóla, mjög líklega 6.-8.bekk! NÚ, það sem ég hef að segja um þetta er það að ég, á þessum aldri, hefði annað hvort kallað gaurinn "apaheila!!" eða sagt stelpunni að þegja! - En í dag, þá hefði ég öskrað og æpt, kýlt stelpuna, og NOTE BENE - ekki verið besta vinkona hennar - No way José!!!! Sem minnir mig á það... Davíð stóð í röð í 4 tíma í gærmorgun til að fá miða á Metallica fyrir okkur tvö, Ziggy and Rachel. Ég og Lárus bróðir vorum voða sæt og skutlaðumst til hans með vettlinga eftir tveggja tíma bið. Svo þegar ég var að keyra í burtu kemur ekki þessi belja og labbar fyrir bílinn hjá mér, sýnir mér hnefann og kallar mig mjög greinilega einhverjum illum nöfnum, því ég jú var á 1.5 km hraða og næstum búin að keyra á hana... Ég lít á hana, segi "djöfullinn er þetta!!!" og sýni henni fingurinn! En innst inni langaði mig til að teygja mig í hækjuna sem var í aftursætinu, hlaupa út og lemja hana í andlitið eða allavega sparka í hana og öskra eitthvað ljótt á hana! Já - ég hefði kannski ekki hugsað svona ef ég hefði ekki verið að bíða eftir aftökusímtali frá MH - sem reyndar kom aldrei... en ef ég sé þessa kerlingu aftur, þá á hún ekki von á góðu! Eurovision: Já, ég hélt með Serbíu&Svartfjallalandi!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home