mánudagur, maí 03, 2004

"Árangur : nokkuð góður!" Ég er að fara í mitt fyrsta lokapróf á eftir í stærðfræði... og ég á bara eftir að fara yfir 1 kafla - ég veit bara ekki hvað gengur á! Ég stóð þess vegna upp áðan og fór út og geiflaði mig framan í sólina! Ég blindaðist næstum því og var nálægt því að fá sólsting svo ég fór bara inn aftur og kúrði mig inn í flísteppið fyrir framan skruddurnar! Mamma sagði að ég væri orðin svo góð í þessu að ég myndi bara fara að kenna þennan áfanga í framtíðinni! - NEI, ALDREI! Jæja, back to it...

Comedy of the day: ""If I'm not back in five minutes... wait longer!" - Ace Ventura, Pet Detective