miðvikudagur, maí 26, 2004

Í fréttum er þetta helst... Jæja, mín bara orðin háskólanemi - jiii svo spennandi! Tölti upp tröppurnar við aðalbyggingu háskólans og gekk svo bókstaflega á hurðina því hún opnaðist sjálfvirkt en ég vildi fá að opna hana sjálf... NÚ - ég gekk inn, hnarreist og stolt... og sótti um í heimspekideild, í hagnýtri dönsku... já - það er mikið plan í gangi skal ég segja ykkur! Svo átti ég afmæli í gær, skreið á þrítugsaldurinn - og lít það björtum augum, finnst bara kúl að vera tuttuguogeins! Ég þakka góðar og hlýjar SMS kveðjur og þakka Báru fyrir fallegan söng í símann... Svo þakka ég ég kærlega fyrir heimsóknina í gær - Eyrún og Bára, þið eruð frábærar! Við sátum í "betri stofunni" í gær og drukkum kampavín og mjög undarlegt rautt vín og settum jarðarber út í þetta allt saman... samt hef ég á tilfinningunni að ég hafi drukkið meirihlutann af þessu, iss - maður má gera allt þegar maður á afmæli, þó það sé þriðjudagur! Heyrðu, svo er ég komin með vinnu, fæ meiri detail á eftir... Mér skilst að það sé rosalegt atvinnuleysi í gangi svo ég er bara heppin! Jæja, ég svaf dáldið lengi frameftir, eitthvað þreytt svona - ætla að fara að taka mig saman í andlitinu og hlýða Lárusi yfir eðlis-, efna- og jarðfræði. Ble...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home