Draumur Mig dreymdi að ég hefði farið í einhverja sjoppu og hitt Tullu. Hún var að vinna þar við að selja sykruð epli og kleinuhringi. Hún var klædd í voða fína röndótta dómaraskyrtu með stórum kraga og var með derhúfu. (Ég tók sérstaklega eftir kraganum á skyrtunni) - Steini vinur hennar stoppaði líka smástund þarna en fór strax aftur. Svo var ég komin til Noregs og var í ferðalagi með fjölskyldunni minni á litlu Fiestunni. Við hittum Báru sem var fótgangandi. Ég sagði við familíuna að ég ætlaði að ferðast með henni og taka svo hinn litla bílinn heim (veit ekkert hvaða bíll það er !?) - Svo löbbuðum við Bára saman gegnum einhverja garða þar sem við hittum einhvers konar villt dýr og svo komum við að einhverri risastórri brú og ég var lofthrædd... Ég sá einhverja konu hinu megin við þessa brú með lítinn strák með sér og þau voru að æfa sig að synda eða eitthvað álíka! Ég fór og ætlaði að tala við þau og þá hækkaði vatnið í ánni undir brúnni og ég var ekkert lofthrædd lengur - en þá vaknaði ég... Útskýring óskast takk!
Quote of the day: "If you don't know where you're going, you will wind up somewhere else!" - Yogi Bear
<< Home