fimmtudagur, apríl 15, 2004

"Fyrirgefðu, ert þú að vinna hérna?" Þessa setningu þekki ég mjöööög vel... það virðist sem fólk haldi bara að ég sé að vinna í öllum búðum sem ég fer inn í. Fyrst hélt ég að það væri út af uppáhaldsflíspeysunni minni sem er blá og svolítið lík mörgum "vinnustaðaflíspeysum" en fuck it - það er greinilega ekki út af því!!! Ég fór með mömmu í Regatta búðina í dag, bara klædd í fínar svartar buxur, Amager bolinn minn og síðu brúnu peysuna mína en allt kom fyrir ekki - á leið út úr mátunarklefanum kom kona að mér og sagði: "fyrirgefðu, ert þú að vinna hérna ?" - Mér fannst ég ekki beint svona "afgreiðsluleg", með tvennar buxur í höndunum, símann minn og lyklana og NOTA BENE á leið út úr mátunarklefanum! - enda sagði ég "NEHEI!" og strunsaði í burtu! Það er ekki eins og ég sé einhver fancy grönn gella eins og þessar sem vinna í helstu tískubúðum borgarinnar... neinei, ég verð víst að fara að vera með skilti framan á mér sem á stendur:

"Nei, ég vinn ekki hérna!!!" Nuff said...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home