sunnudagur, mars 07, 2004

Akureyri HELGA! Ég fer að senda þér myndirnar... þetta gengur eitthvað seint hjá mér - alltaf þegar ég ætla mér að senda þér - þá dettur þráðlausa netið niður! Ég lifi ennþá á þessari ferð - lærði sérstaklega mikið um fjós og kúabændur... enda eru þeir jafn mismunandi og þeir eru margir... en það er bara skemmtilegt! Ég er alveg föst á því núna að ég verði einhvern tíma dýralæknir - ég finn mig alveg í þessu starfi! Akureyringar eiga sína "Kringlu" og varð ég þess heiðurs njótandi að skjótast inn í hana þegar ég skrapp norður... Ef ég hefði ekki lyktað eins og fjós þá hefði ég kannski kíkt í einhverjar búðir en það bíður bara betri tíma! Kannski maður ætti bara að flytja norður einhvern tíma - hver veit ? Meira um Akureyri seinna!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home