miðvikudagur, febrúar 18, 2004

"Ég ætla að fá eina pylsu með remúlaði og steiktum lauk..." Ég fór í sumarbústaðaferð um helgina með Eyrúnu, Ásgeiri, Hrafnhildi (Húbbu), Árna og Tinnu. Við lögðum af stað á föstudagskvöldi hins þrettánda febrúar... ekki byrjaði nú ferðalagið betur en það að bíllinn fékk legusár og þurfti í smá uppskurð áður en við gátum farið út úr bænum. Ferðin gekk nú ágætlega... stoppuðum reglulega til að tjekka á sárinu bara til öryggis! Eftir svona 2ja tíma akstur komumst við að því að við vorum villt, snerum við einhvers staðar í rassi við gatnamót sem við áttum ekkert að vera við! Svo funduð við rétta leið en enduðum á hlaðinu á einhverju kúabúi... ég lagði strax til að við myndum banka upp á og spyrja til vegar en fékk litlar undirtektir. Við fórum af stað aftur og rétt fyrir neðan fjósið fundum við krossgötur... og fórum þar til hægri - sem by the way var versta ákvörðun sem við hefðum getað tekið haha festum annan bílinn og helmingurinn af fólkinu varð drulluskítugt upp að mitti við það að ýta bílnum upp úr svaðinu! Á meðan heilbrigða fólkið var að ýta bílnum sínum fórum við hinar... ég fatlafólið, sú ólétta og náttblinda manneskjan og bönkuðum upp á á kúabúinu til að spyrja til vegar. Þar svaraði okkur tannlaus kona, eða kom út í glugga á efri hæðinni og sagði okkur að við værum öfugu megin við húsið... en jæja, hún sagði okkur hvert við ættum að fara... og við bara "great, svona hálftíma akstur í viðbót" því þetta tók svo langan tíma fyrir hana að útskýra og klukkan var orðin um hálfeitt minnir mig... að nóttu til! Neinei... við fórum aftur niður að krossgötunum þar sem við höfðum áður tekið þessa afdrifaríku hægri beygju... beygðum þar til vinstri og viti menn... á innan við mínútu vorum við komin upp að bústaðnum!!! Ég vil nú benda á það að í fyrra skiptið sem við komum að þessum krossgötum stakk ég upp á að annar bíllinn myndi fara til vinstri og hinn til hægri og sá sem yrði fyrri til að finna húsið myndi hringja í hinn bílinn... en enn og aftur fékk það litlar undirtektir! Heyrðu já... svo hringdi pabbi minn í mig og hló mikið þegar bíllinn var pikkfastur... og sagði mér að við værum bara nokkra metra frá húsinu, en við fussuðum og svei-uðum því við sáum auðvitað ekkert hús í myrkrinu!... En það var bara þarna rétt hjá! Einnig ef við hefðum farið réttu megin við húsið á kúabúinu hefðum við staðið svona ca. 20 metra frá sumarbústaðnum!!!! Mér finnst að þessi svaðilför hafi bara hrist hópinn betur saman... Jæja, við komum okkur fyrir þarna um kvöldið... ég sleppti því nú að fá mér í glas... fékk mér bara bólgueyðandi og Parkódín Forte - hnéð aðeins að angra mig! Ég fylgdist svo bara með hinum spila Actionary... var ekki alveg nógu vel stemmd en þetta spil er alveg brilliant! Laugardagurinn var góður... mikið spilað, étið, hlegið og spjallað! Actionary er hér með titlað "The ultimate party spil" og ef ég hefði nú druslast til að taka fleiri myndir gæti ég sýnt nokkra snilldartakta sem sýndir voru... m.a. af Árna pönkara hahaha!!! Ásgeir grillaði um kvöldið og sáum við konurnar um það að leggja á borðið, búa til hvítlaukssmjörið og bíða eftir matnum hehe... eftir matinn var byrjað að hella í sig... þ.á.m. mjög góðri bollu þar sem við Eyrún stútuðum sitt hvorri skálinni - en ég held það hafi nú bara runnið af okkur í öllum æsingnum í Actionary. Ingi og Unnur kíktu um kvöldið og Ingi var nú ekki á því að fá sér bjór eller noget en svo var bara hellt í hann og honum sagt að gista! Árni sýndi hæfileika sína sem látbragðsleikari og já... æji - þið misstuð bara af þessu! Sunnudagurinn fór í það að ganga frá og koma sér heim. Við Hrafnhildur ræddum mikið um það að fá okkur sveitta hamborgara þar sem ógeðið læki alveg út úr og með káli sem er alveg við það að vera gamalt og ískalt kók með sem er alveg við það að vera flatt! Óskin okkar varð að veruleika því í Hveragerði fengum við okkur nákvæmlega þennan rétt... úje og franskarnar voru eiginlega allar fastar saman og niðurstaðan var sú að annað hvort voru þeir steiktar upp úr glænýrri feiti eða eldgamalli... either way voru þær damn good! Veðrið þessa helgina var stórfurðulegt... við fengum að sjá alla flóruna sko! Haglél í sólskini... storm upp úr þurru... o.s.frv. Svo létu norðurljósin aðeins sjá sig! To sum it all up var helgin rosa fín - ég legg til að þetta verði reglulegur viðburður!!! og já, ef ég er að gleyma einhverju mikilvægu varðandi helgina þá endilega leggið orð í belg hérna fyrir neðan! p.s. Hveragerði = Verahvergi - er þetta ekki betra ?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home