laugardagur, febrúar 07, 2004

Fatlafólsfréttir: Jæja, við fengum upphringingu frá lækninum í gærkvöldi... hann sagði að ég væri með slitið krossband, skaddaðan liðþófa og drasl úr báðum hlutum inni í liðnum í hnénu og það væri það sem væri að valda mér svona miklum verkjum... Anyways, ég fór í smá aðgerð í dag, speglun og "ryksugun" úr hnénu... og þar kemur í ljós að liðþófinn er í fínu lagi en allt hitt í tómu tjóni! Ég var svæfð - dálítið spes - en ég var ekki svo stressuð nema bara út af nálunum...úff, en sko svæfingarlæknirinn, Árni (þessi sem á Kópal) - er með tengdó í hesthúsi! Þetta allt saman tók ekki nema 13 mín en ég svaf í góðan klukkutíma... vaknaði í einhverju allt öðru rúmi en ég sofnaði í... leit svo í rúmið hinu megin við tjaldið og þar lá einhver gaur og hraut... haha!!! Ég náði nú loksins að ranka við mér og standa upp... en svimaði svo rooosalega, ekkert búin að borða síðan í gærkvöldi! Þá var bara komið með kók og vínarbrauð handa mér ;) Jæja, ég og mamma lögðum svo í'ann heim, mér leið hálfskringilega eitthvað, alltaf að loka augunum en gat ekki alveg sofnað. Þegar ég kom heim ruslaði ég í mig skál af Kellogg's Special K og skreið upp í rúm... jesús hvað ég var þreytt, en samt... svona flökurt og skrýtin! Svo vaknaði ég loksins... rétt fyrir kvöldfréttir haha! Jæja, ég ætla ekki að segja meira frá þessu ... nema það að það þýðir ekki að hringja í mig og biðja mig um að koma á djammið... sé það ekki gerast í þessu ástandi hehe... Takk samt fyrir góð boð :) Ekki nema það séu huggulegheit hjemme hos nogen... alveg til í það ;) p.s. svo er ég að fara í krossbandaaðgerð eftir 4-5 vikur... fæ ný krossbönd - ef einhver hefur farið í svoleiðis þá má sá hinn sami alveg láta mig vita hvernig gekk! - email: elding83@hotmail.com Bless í bili...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home