sunnudagur, janúar 25, 2004

"Gips... eða gifs ?" Ég hrundi af baki í gær... var að fara á bak á frekar stressað hross og það rauk af stað áður en ég náði jafnvæginu. Fann smell í hnénu í fallinu og öskraði af sársauka þegar ég lenti á jörðinni. Davíð fór með mig niður á Slysó og þar var mér keyrt fram og til baka í hjólastól og sjúkrarúmi... frekar næs sko, aldrei farið í rúmi í lyftu áður... ný upplifun! Eftir 2ja tíma skoðun, röntgen og fleira... kom í ljós að ég hafði slitið liðband á innanverðu hægra hné... haldið þið ekki að ég sé í gipsi frá nára og niður á ökkla! ...Aldrei prófað að vera í svona áður, frekar þungt og skrýtið. Svo er ég að reyna að ná tökum á hækjunum - hehe - gengur svona upp og niður, hrundi næstum niður stigann hérna heima áðan! Davíð minn er rosalega góður, gerir allt fyrir mig og dekrar við mig... ég held ég sé bara nokkuð heppin!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home