laugardagur, desember 13, 2003

Bögglajól... Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að vinna í böggladeildinni hjá Íslandspósti fyrir jólin, í öllum jólapökkunum... það er semsagt á minni könnu að koma þessu öllu til skila... og reyndar nokkurra annarra... en mér datt í hug sko... bögglaberi? Böggladeild Nafn: Rosie G. Starfslýsing: bögglaberi Hljómar þetta ekki rétt ? ... mér finnst það! Annars er rosalega jólalegt úti, logn og trén í dúnmjúkum hvítum kápum... ...og jólafílingurinn alveg að brjótast upp í mér, byrjaði m.a.s. að raula með jólalögunum í vinnunni í dag... sem er svona "feis vonn" Jæja, ég skrifa meira seinna, ætla að skreppa í smá bæjarferð með Lárus bróðir og Markús frænda, sem er í heimsókn. Svo er Davíð að koma heim í dag... :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home