fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Í október á síðasta ári setti ég þessa vísu inn á bloggið hjá mér... sem er by the way frumsamin og hentar vel því ég svaf aðeins yfir mig í morgun: Að sofa yfir sig er pína og kvöl, hvað sem þið reynið að gera. Að lokum verður það krónískt böl, þarf ég varla að segja meira ? Ég er svo mikið ljóðskáld! Á morgun er dimmisjón, og já... ég segi meira um það á morgun! Ég og Kata skelltum okkur í Ríkið áðan, keyptum okkur hitt og þetta fínerí fyrir morgundaginn... það verður djammað og djúsað almennilega sko! Ég skilaði ritgerð í leiðinni, í íslensku 603(4G3), og skrifaði ég um mál og málnotkun á bloggsíðum nútímans. Ég læt ekki koma mér á óvart ef ég þarf að skila annarri eða fæ ekki einkunn fyrir hana, því mér fannst of auðvelt að gera hana - fannst hún ekki vera beint í anda íslenskuritgerðanna sem ég hef gert hingað til í MH - en what the fuck... sama er mér Ég veit ekki hvort að þessi bloggmenning sé að líða undir lok - hvort þetta hafi verið einhver tískubylgja eða þess háttar. Ég skoða ekki blogg nema hjá fólki sem ég þekki... því margt af þessum bloggurum eru bara bölvuð fífl, kunna enga stafsetningu og bara leiðinlegt að lesa blogg sem er vaðandi í svona villum eins og : "Ég fór firir hoddnið" o.fl. Ég er með algjöra fullkomnunaráráttu á stafsetningu til dæmis... og ef þið sjáið einhverjar villur hérna á síðunni minni þá biðst ég afsökunar á þeim og tel líklegt að það séu bara innsláttarvillur! Ég ætla núna að leggja kapal í smástund... er að keppast við vinningshlutfallið í þessu... algjör nörri - en so what? Free Cell Win Rate:38 % eftir 498 leiki

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home