mánudagur, nóvember 17, 2003

Nú er Davíð minn búin að vera í 5 daga á Kárahnjúkum... og ég er að venjast þessu hægt og bítandi... er strax farin að telja niður dagana þangað til hann kemur aftur. Ég sakna hans svo svakalega að það er sárt... Ég er mjög kvíðin og stressuð þessa dagana, er svo hrædd um að klúðra stúdentinum og geta ekki klárað út af einhverju slugsi, bulli eða misskilningi. Eftir miklar pælingar og puð ákvað ég að dimmitera þrátt fyrir allt, veit ekki hvernig þetta fer - þarf að heyra í krökkunum... já hringið í mig... þið þarna sem dimmiterið með mér! Ég sit í grábrúna stólnum mínum með tölvuna í fanginu og er að reyna að hugsa út hvernig ég eigi að snúa öllu í herberginu mínu, er búin að vera síðan í gærkvöldi að setja dót í kassa, box og bala. Svo tókum við mamma okkur til og bárum út helminginn af húsgögnunum... bara rúmið og skrifborðið eftir. Núna standa hér 2 tómar hillur á gólfinu sem ég fékk í staðinn, allt dótið mitt út um allt og grey fiskarnir mínir í skítugu búri á miðju gólfinu. Þarf að fara að þrífa það... Ég kveð í bili, hef lítið að segja... er mikið í tölvunni þessa dagana, endilega hittið á mig á MSN eða sendið mér skemmtileg email - elding83@hotmail.com - Orðin þreytt á ruslpósti...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home