Við fengum Pjakk í heimsókn í dag... svakalega gott að sjá litla greyið... en samt dálítið skrýtið, allt öðruvísi lykt af honum og hann heitir ekki Pjakkur lengur, heldur Michael Owen, kallaður Owen... jebb - frekar asnalegt! En ef þau vilja hafa það svona þá er það þeim að kenna ef hann hlýðir þeim ekki og verður geðveikur!
... ég grét dálítið eftir að hann fór. Það var frekar erfitt þegar þau kölluðu "Komdu Owen" og fóru með hann út í bíl. Við töluðum alltaf um hvað hann var orðinn háður okkur, gat ekki verið einn o.s.frv. en á móti var ég t.d. hrikalega háð því að hafa hann í kringum mig. T.d. á laugardaginn þegar Davíð fór í vinnuna var ég allt í einu alein... sem var frekar skrýtið því öll kvöld í 6 mánuði er Pjakkurinn búinn að vera hér...
Einhvern tíma seinna fáum við okkur annan hund. Einhvern sem við þurfum ekki að gefa, því þetta geri ég aldrei aftur!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home