mánudagur, ágúst 25, 2003

By the way, ég fór í æðislegan hestatúr um helgina með Davíð og pabba hans... ca.4 tíma ferð á föstudaginn og svo þegar við komum á áfangastað, rétt fyrir miðnætti, var María, mamma Davíðs búin að grilla hamborgara handa okkur og gaf okkur bjór með. Ég var reyndar helaum í vinstri löppinni eftir smá "dettafbaki" og í bakinu daginn eftir en þetta var þess virði! Skutluðumst svo aftur á bak (get it... afturábak haha) á laugardaginn og fórum svo heim um kvöldið. Kíkti í ammlisparty á Glaumbar til Katrínar og Hrannar en entist ekki lengi vegna þreytu og annarra aumingjaverkja...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home