mánudagur, maí 12, 2003

"I love my ass" er fyrirsögnin á símanum mínum þessa dagana + mynd af rassi með hjarta á hægri rasskinninni Ég á 2 próf eftir og munnlegt þýskupróf... mér finnst eins og þetta ætli aldrei að verða búið!!! Ég tók því nú samt örlítið létt um helgina. Ég, Davíð og Siggi sátum og sötruðum yfir kosningasjónvarpinu fram undir morgun... já, það er rétt - ég er ekki að stressa mig yfir svona hlutum eins og prófum, piff... þetta reddast! Nú styttist í það að ég verði fullorðin... get farið að versla mér áfengi og... já, verða stúdent! Er eitthvað fleira sem gerist þegar maður er tvítugur ? Það gerðist ekkert þegar ég varð 19, vei... 18 varð ég sjálfráða, 17 fékk ég bílprófið, 16 varð ég rosa gella og fór í framhaldsskóla en þar á undan er allt voða ómerkilegt... muna samt ekki allir eftir því hvernig það var að verða 10 ára, 2ja stafa tala... það var alveg rosalegt! Þegar ég var 10 ára átti ég heima í Búðardal, notaði bleik gleraugu og öskraði "Þegiðu!" á vinkonu mína... jahá, hörkukvendi! Jæja, ég ætla að fara og fá mér grjónagraut... takk og bless!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home