Í tilefni þess að Bára og Lárus bróðir eiga afmæli í dag ætla ég að koma með nokkra fróðleiksmola:
Heilræði nr. 21 úr bókinni "Lítill leiðarvísir um lífið":
"Lærðu þrjá brandara sem eru ekki dónalegir"
Heilræði nr. 11 úr sömu bók:
"Syngdu í baði"
Nokkrir málshættir úr bókinni "Íslenzkir málshættir" sem tengjast orðinu BÁRA:
"Sjaldan er ein báran stök"
"Þegar ein báran rís, er önnur vís"
"Oft rís bára af bröttum grunni"
"Margan blekkir báran"
Nokkrir molar um hrútinn:
"Kappsemi þín og ákafi geta leitt þig á villigötur en hafirðu stjórn á þessum eðlisþáttum ertu sjálfkjörinn til forystu í hverju því starfi sem þú tekst á hendur - einmitt vegna þessara sömu eiginleika."
Happadagur: föstudagur
Happalitir: rautt og gult
Heillasteinar: blóðsteinar og blágrænir berylar
Happatala þín verður oftast 2
Lykilorð: Athafnaorka
Líkamshluti: Höfuð
Pláneta: Mars
Höfuðskepna: Eldur
"Hrúturinn er eldmerki, svo fólk sem fætt er í Hrútnum hefur oftast ríka þörf fyrir að tjá sig í verki. Það er dugandi, blátt áfram og á bágt með að þola tafir og aðgerðaleysi. Hrútar eru óþolinmóðir og þrjóskir, en þeir eru líka gæddir persónu-töfrum og stefna einbeittir að settu marki. Þeir eru fæddir leiðtogar og fljótir að hugsa, en eðlislæg hreinskilni veldur því að þeir eiga bágt með að segja ósatt og Hrútar eru oft bæði saklausir og einlægir í hjarta. Hrútar hafa gaman af íþróttum, helst ef í þeim felst hraði, hreyfing og líkamleg snerting, enda finnst þeim fátt verra en sitja aðgerðalausir. Hrúturinn er í eðli sínu brautryðjandi, svo hann hneigist til að velja sér starf sem krefst frumlegrar hugsunar."
(ekki alveg tveir hrútar... en mér fannst þetta brilliant mynd!)
Til lukku með daginn, Boris og Lárens!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home