miðvikudagur, mars 19, 2003

Þýska, þýska, þýska... Hey, munið þið eftir háskólakynningunum um daginn ? Ég fór... og tók þátt í einhverri getraun hjá þýskufólkinu... og svei mér þá, vann bókaverðlaun! Á bara eftir að ná í þetta! Kannski maður leggi fyrir sig þýskuna bara í framtíðinni ? hmm... veit það ekki, væri alveg til í að skella mér til Þýskalands að læra. Eins og svo margir vita langar mig að læra dýralækninn, og þá helst í Hannover í Þýskalandi. Það hefur verið draumur frá því að ég var púki... *dæs* en ég skipti yfir á málabraut og það minnkar líkurnar á því að ég komist inn, nema ég taki líffræði í HÍ eða fari á Hvanneyri í búvísindadeild. Ég þekki stelpu sem heitir Helga og var að klára námið þarna úti núna fyrir jólin, komin heim og er að vinna á Akureyri minnir mig (?). Hún fílaði sig alveg geðveikt vel þarna úti, og mælti með þessu ef ég hefði mikinn áhuga. Mamma hennar og mamma mín eru að kenna saman og við Helga búnar að spjalla á msn og í gegnum email í ca. ár... en við höfum aldrei hist! Málanámið heillar mig reyndar líka. Taka kannski ensku, praktískt... og gefur mikla möguleika... en hitt væri alveg draumur í dós... JÁ, miklar pælingar í gangi hérna!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home