mánudagur, mars 24, 2003

Hey, ég fór á rokkkvöld í FG síðasta fimmtudag með Eyrúnu (eldri) þar sem Dikta, Lubricant, Snafu (ætla ekki að linka á þá því ég var engan veginn að fíla þá og gekk út þegar þeir voru búnir með 2 lög) og einhver tvö önnur bönd voru að spila. Það mættu nú ekki margir en ég sá ekki eftir að hafa farið. Við komum þegar bandið á undan Lubricant var að klára síðasta lagið sitt, og þegar Siggi settist við trommurnar og byrjaði að berja húðirnar, heyrðist strax öryggið í bandinu, hvað þeir voru afslappaðir og hvað er alltaf gaman að sjá hvað Davíð þarf að hafa lítið fyrir gítarspilinu og + það hvað þeir eru bara drullugóðir!!! Svo tóku þeir lag sem heitir "Dream" og þá fékk ég gæsahúð! Strákarnir fá fullt hús hjá mér, þrátt fyrir lélegt sánd í salnum! Dikta komu mér á óvart, var að fíla þá miklu betur en oft áður... Þeir voru með einhvern fíflaskap þarna í byrjun reyndar, eins og þeir væru ekkert að taka þetta alvarlega, en svo spiluðu þeir "Andartak" ,sem er titillag plötunnar sem þeir gáfu út fyrir jól minnir mig... og þá kom gæsahúðin aftur! Þeir voru frekar góðir, bassaleikarinn var magnaður... með bassann alveg upp á maga og með svona takta eins og hann væri spastískur... no offense! En já, eins og ég sagði... þá fórum við þegar Snafu voru búnir með 2 lög - bara öskur, og stælar í söngvaranum. Taggfyr

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home