mánudagur, mars 17, 2003

Ég var að vinna um helgina, þrátt fyrir að hafa legið í rúminu fram á föstudagskvöld. Það er ótrúlegt hvað þessi vinna er miklu, miklu betri en sú sem við vorum í úti í Danmörku... oj! Og að við höfum látið kellingarnar komast upp með að svindla svona á okkur, s.b.r. launin, vinnutímann o.fl.! Núna fæ ég bara reglulegar pásur, eðlilegan vinnutíma og MAT! Ég fór aðeins í bæinn á laugardaginn. Skutlaði Davíð í eitthvað afmæli og kíkti svo á Báru og Eyrúnu þar sem þær sátu og drukku hvítvín og bjór, og með Megas í græjunum, senst... stemming! Við röltum niður í bæ svona um hálfeitt og rakleiðis á 22. Þar var enginn sem við þekktum svo næst var það Sirkus, þar sem ég var engan veginn að fíla mig... no offense, átti bara enga samleið með fólkinu þarna! Jæja, við enduðum á Sólon, eins og alltaf... þar slóst Eva María í hópinn, sem var líka vel í glasi.. Ég lenti í smá spjalli við einhvern gaur sem heimtaði að ég dansaði við vin hans, sem og ég gerði! Sá ekkert eftir því, gaurinn dansaði bara svona rosalega vel og sneri mér þarna í nokkra hringi. Eftir það fór ég bara út...náði í bílinn, og Davíð í leiðinni og ætlaði bara að skutla honum í bæinn en fór með honum og ætlaði svo að hitta Eyrúnu á Dillon (en Dillon fundum við bara ekki!). Kíktum á O'Brien's, þar sem Ingvar vinur hans var að spila, svaka stemming... brilliant lög sem hann tók og svona :) "Það vantar spýtur og það vantar sög" o.fl. hehe! Svo ætluðum við á Sólon en þá var komin svo löng röð að ég meikaði engan veginn að bíða fyrir utan. Hitti svo Eyrúnu fyrir utan Celtic Cross og við tvær ákváðum að fara bara heim... tók bensín, skutlaði henni heim og skreið svo undir sæng um 3-leytið. Ég er að fara í 40% bókmennta- og ljóðapróf í ensku á morgun, sem er by the way voða svipað lokaprófinu í áfanganum sem ég var í á síðustu önn... nema núna er þetta bara inni á önninni... skrýtið! Jæja, ég ætla að fara að gera eitthvað af viti, sjá hvort valið mitt hafi ekki örugglega farið rétt inn. Já, núna þurfum við að slá allt inn sjálf, og bráðum verður engin þörf á töflubreytingum og hvað þá töflusmiðum því við eigum bara að gera þetta allt sjálf!!! Nuff said...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home