föstudagur, mars 14, 2003

Ég var að fara að skrifa eitthvað multi áhugavert hér inn og sest niður og alveg komin með það... en svo sit ég bara og gapi - ... kannski ráð að slaka á í verkjatöflunum áður en ég fer að slefa og verð óskiljanleg... Ég skrapp aðeins upp í skóla áðan og átti að sækja mömmu á bókasafnið á leiðinni heim, gleymdi því... en fór svo niður á safn, alveg náföl og hóstandi og sat þarna eitthvað með mömmu að lesa slúðurblöðin. Svo þegar við vorum á leiðinni út ætlaði ég ekki að hafa það upp stigann, og var að segja eitthvað en hætti svo við og þá sagði mamma: "hvaða hvaða... gastu gert þig skiljanlega þarna uppí skóla eða röflaðiru bara?" ... eheheh, mamma og hennar gullmolar :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home