mánudagur, febrúar 24, 2003

Jæja... long time no see! Ég fór á uppistandið hjá Robert Townsend á föstudaginn með Davíð vini mínum. Sigurjón Kjartansson, Þorsteinn Guðmundsson og Pétur í Ding Dong hituðu upp og það má eiginlega segja að Pétur hafi átt salinn, hann talaði ekki um mikið annað en rassahár og þvíumlíkt en salurinn veinaði af hlátri! Grjóni var ágætur, hann lagði mikið í þetta, fyndnast þegar hann tók FM95.7 gaurana í gegn og sagði: "mér varð það á að kalla þá ... mongólíta og svo kom hann þarna Einar Ágúst og sagði "ÞÚ ERT HOLDGERVINGUR NEIKVÆÐNINNAR!!!" ... BÍDDU, ég var nýbúinn að kalla hann mongólíta og þetta var það besta sem honum datt í hug?!? " Þorsteinn er að mínu mati fyndnari og hann sýndi það og sannaði þarna. Kynnirinn var Rasheem leigubílstjóri, flott gervi og indverski hreimurinn góður en þreyttir brandarar - góð hugmynd samt! Í hléinu stökk einhver gaur upp á svið... talaði um Mike Tyson allan tímann, en hann sagði góðan brandara alveg í byrjun: "I finished my first movie yesterday... today I'm gonna rent another one!" Robert Townsend kom á svið eftir rúman klukkutíma og fyndnasti brandari sem hann tók var þegar einhver gaur á fremsta bekk ropaði og þá sneri Robert sér að honum og spurði: "What's your name?" og hann svaraði "Ísak!" og þá kom svipur á Robert og hann sagði: "Wait a minute... did he say "I suck" or "He suck?" og gerði mikið grín að þessum Ísaki...með því að hoppa fram og aftur um sviðið og þykjast ropa og prumpa og sagði svo að þetta væri víst hefð á Íslandi: "welcome to Iceland... *bbburrrrp* ..." - við biðum eftir að hann myndi tala með breskum hreim sem hann og gerði og tók líka þýska eftirhermu sem var ótrúlega fyndin! - annars var þetta voðalega local bandarískur húmor hjá honum... Hann hefði örugglega verið betri á laugardeginum, en gaman að hafa séð gaurinn, hafði bara séð hann á spólu :) Fengum frábær sæti í þriðju fremstu röð fyrir miðju þannig að við vorum með þetta alveg í beinni!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home