sunnudagur, desember 15, 2002

Jæja jæja, ætli ég taki ekki til við skriftir svona í tilefni þess að 15. desember kemur Þvörusleikir ofan af fjöllum. Ríjúníonið á föstudaginn 13. Mér var boðið í kojufyllerí heima hjá Katrínu frá 19-20 og þess vegna varð ég að yfirgefa kóræfingu í miklum flýti, brunaði heim, sturtaði mig og dreif mig til Guðrúnar í "hártilfæringu" - spændi svo upp malbikið á leið upp í Borgarnes á miklum og ólöglegum hraða. Kom um 20:00 og var þá FYRST!!! Frekar ánægð með það þar sem ég mæti aldrei fyrst þangað sem ég er að fara, það vita held ég allir! Anna Kristín mætti svo þarna rétt á eftir mér og komumst við að því að síðast þegar við hittumst var janúar 2001, sem er frekar slæmt! En hún er bara trúlofuð, komin með hund og búin að kaupa einbýlishús í Hnífsdal með Gísla sínum, geri aðrir betur rúmlega 19 ára! Jæja, við vorum ekki að nenna að bíða eftir hinum svo við fórum bara og sóttum Hrönn, fórum heim til Ingvars að drekka bjór og spjalla. Huldís kom svo þangað eftir smátíma og sótti okkur allar fjórar, komst nú reyndar aldrei að því af hverju hún kom svona seint, en allavega! Við rúntuðum eitthvað smávegis á nýja fína bílnum hennar og fórum svo uppeftir í félagsheimili Skugga þar sem teitið var. Það var ekkert smá skrýtið að sjá allt þetta fólk aftur, en samt ótrúlega gaman því við horfðum á videoupptökur síðan í 8.-10.bekk, sem var algjör snilld by the way, sátum öll við 2 langborð og veltumst um af hlátri. Sumt breytist aldrei eins og t.d. "Skúli þegiðu!" sem Stefán Einar er þekktur fyrir að segja, fíflaskapurinn í Hirti, sem var nú ekki á staðnum, og margt fleira... en sumir höfðu breyst svakalega! Ég var eins og einhver hvalur á þessum myndböndum, en sem betur fer hef ég nú skánað eins og Sævar tjáði mér... hahaha!!! Þegar flestir voru orðnir frekar ölvaðir um miðnætti var öllum smalað út í bíla, keyrt niður í Borgarnes og stefnan tekin á Búðarklett. Við vinkonurnar komum aftur við hjá Ingvari þar sem við sátum og kláruðum bjórinn, svo röltum við niður eftir og kipptum honum með okkur, á miðri leið fór ég að messa yfir börnum að það væri óhollt að reykja og drekka, Ingvar forðaði sér og sá hann svo ekki meir það kvöldið! Pálmi á Hálsum var í dyrunum og auðvitað varð ég að spjalla aðeins við hann og varð valdur að því að óaldalýður slapp inn um dyrnar, þ.e.a.s. börn undir lögaldri! heh... Mér fannst nú ekki vera mikil stemming á Klettinum, ekki mikið af fólki þarna inni og bara lítið í gangi... Ég hitti reyndar Viktor, sem er búinn að vera í Barcelona í allan vetur, hann kom beint úr Reykjavíkinni eftir tónleika með Sigur Rós. Ég endaði á efri hæðinni með Sævar Birgi dauðan í fanginu og fékk Sævar Birni til að hjálpa mér að vekja hann... hehe frekar fyndið þar sem við sátum sitt hvoru megin við hann og slógum hann utan undir, og alveg saman hvað við slógum fast þá ætlaði maðurinn ekkert að vakna hehehe! Við náðum honum þó á lappir og fórum með hann út, týndum honum svo á miðri Borgarbrautinni því hann hljóp bara eitthvað út í loftið. Enn og aftur fórum við til Ingvars, þar sem Katrín var stödd. Við ákváðum að fara heim því klukkan var orðin frekar margt og Katrín að fara í flug til Akureyrar snemma morguninn eftir. Mættum Halldóri Heiðar, Tinnu, Jónínu og Óla sem voru að fara heim líka... Halldór kom með okkur heim til Katrínar þar sem við fengum að gista. Hann skoðaði bara myndir af systur hennar... he has a crush! Laugardagurinn 14.des Heyrðu, ég sofnaði um 5-leytið en var vakin um hálfsjö... vona að ég hafi sofnað, er samt ekki alveg viss um það! Mamma Katrínar sagði mér þegar allir voru á leið út, nema Halldór Heiðar því hann stakk af, að ég mætti alveg fara upp og sofa aðeins lengur, sem ég gerði auðvitað, vaknaði ekki fyrr en 11:30 og fór með Sævari út á Venus. Keyptum okkur eina sveitta pizzu og mikið af kóki með. Rúntuðum svo einhvern helvítis helling eftir það og held ég hafi ekki lagt af stað heim fyrr en um 4-leytið, man það ekki alveg. Og hvað haldiði? Löggimann ákvað að elta mig frá Hafnarfjallinu og út að Skaga afleggjara þar sem ég var stoppuð fyrir að hafa verið á 113 sem er mesta bullshit sem ég veit! Hvaða hálfviti fer að gefa í þegar löggimann er á eftir!?!? Hann var voða næs samt, og frekar myndarlegur... sagði bara mestu þvælu sem ég veit "Já, þú varst mæld á 113, varst að gefa í svona hægt og bítandi" - halló, ég fór ekki yfir 100! Argh... jæja, ég kom heim og svona smá "fresh'n'up" fyrir kóræfingu dauðans, sem ég fór af um 21:15 vegna þess að ég var að fara á skrall nr.2 þessa helgi! Hildur kom til mín um hálfellefu, ég var reyndar ekki heima því ég festist í smá teiti hjá Hirti, kom reyndar bara til að láta Smára fá bílinn en fékk bara bollu í glas og piparkökutyppi... Sá svo Halldór Atla og Sævar Birgi standa inni í eldhúsi með sláturhússvuntur, komst aldrei að því hvað þeir voru að gera en... JÆJA! Við Hildur vorum ekki lengi heima, fórum til Lilju, sem ég var að vinna með í Húsd. - Þar höfðu nokkrar girlur safnast saman eftir teiti á Þingvöllum í boði Húsd. sem þær sögðu hafa verið frekar slappt. Við Bára og Hildur samferða í bæinn, fórum á endanum inn á Nelly's og dönsuðum heillengi þar. Haukur kíkti aðeins á okkur en þar sem hann sagðist ekki fatta athöfnina "að dansa" stoppaði hann ekki lengi. Við fórum svo út þegar tónlistin fór að færast út í einhverja sýru! Eftir að hafa hitt Sonju, Louisu og einhvern gaur sem Hildur þekkti ... allt fyrir utan og á Sólon fórum við Hildur niður á Lækjartorg um hálfsex og keyptum pylsu ;) Mamma var svo góð að sækja okkur rétt fyrir sex, jahá.. ég þakka mömmu kærlega fyrir! Sunnudagurinn Amma og afi komu í mat, ég meikaði ekki að fara upp fyrr en um tvö-leytið, var svo eiginlega bara sofandi allan daginn... takk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home