Var að vakna eftir 5 tíma svefn (klukkan mín er 22:27) - og er að fara að undirbúa mig fyrir þessi próf í fyrramálið... ALLAVEGA - þá var ég spurð að því áðan hvort að Boris væri hundur, nei - svo er ekki hehe...! Hey, ég var að spjalla við Ragnheiði sis í dag og hún sagðist hafa hlegið mikið að málsháttunum mínum um daginn, takk fyrir það! Kannski ég reyni að finna einhver ný... "Þegar öllu er á botninn hvolft þá er gat á fötunni" "Sjaldan kemur dúfa úr hrafns eggi nema í Guinness komist" "Betra er að vera tvöfaldur en einfaldur" "Það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn" (ok, ég á þetta ekki en mér fannst þetta bara sniðugt!!!) "Glymur hátt í tómri tunnu en ekki kaffibolla" "Sjaldan situr maður á annars rassi" "Enginn sér við rokum úr annars rassi" Jæja, þetta er nóg í bili... áfram með lærdóminn, takk fyrir
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home