miðvikudagur, nóvember 27, 2002

Jæja, hér sit ég uppi í rúmi að lesa Bridget Jones's Diary - munnlegt próf á morgun! Ég skrapp niður í 10/11 áðan og keypti mér Appelsín og lakkrískurl, bara svona til að halda mér vakandi.. og það minnti mig á draum sem mig dreymdi um daginn. Þannig er að ég sofnaði mjög snemma, alveg fyrir miðnætti - sem gerist sjaldan skal ég segja ykkur! Ég vaknaði um 3-leytið og með svona líka þvílíka löngun í Egils Appelsín, var virkilega á því að keyra út á Select sko! Dreymdi eitthvað mikið um Appelsín, og að ég væri að drekka það. Allavega fór ég upp í eldhús og þetta nýja malt, frá Viking eða hvað það nú er var inni í ísskáp. Ég tók mér eina dós og fór með hana niður... svo sat mín og sötraði þetta og horfði á Popptíví í mestu makindum, skreið svo upp í rúm og sofnaði aftur! Af hverju þetta gerðist veit ég ekki... en ég meina, þetta er bara eins og þegar strákar vakna með standpínu og vilja ekkert nema < ritskoðað > ...já takk fyrir!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home