mánudagur, nóvember 25, 2002

Í dag eru 3 mánuðir síðan ég og Boris stigum aftur á klakann, rosalega líður tíminn hratt! Mér finnst ekkert eins og jólin séu eftir mánuð!?! Ég er bara ennþá að paufast í skólanum, er ekkert byrjuð að pæla einu sinni í að kaupa jólagjafir, enda er stemmingin að fara á Þorláksmessukvöld og klára að kaupa allt, m.a.s. jólakjólinn - úff, klukkan hálfellefu það kvöld í fyrra var ég komin með kjólinn sem mig langaði í, svakalegt stress í gangi EN það reddaðist á síðustu stundu, bókstaflega!!! Við fengum myndirnar til baka í dag sem eiga að birtast í Beneventum, Freydís rakst á okkur og sagði við Báru:"heyrðu, ert þú ekki vinkona hennar Báru?" ehm... fyrirgefðu, þetta var örlítið fyndið því hún hélt á myndunum og við erum á myndunum... hahaha!!! Jah, það er alltaf gaman að skoða nýja bloggara, hún Ágústa MH-ingur er ný í hópnum, en héddna... hvitarosin.blogspot.com, er það ekki dáldið líkt mínu ? Hey, ég er komin með vinnu um jólin!!! ... djöfuls snilld er það! Það hringdi í mig kona í dag frá böggladeild póstsins, og ég byrja 13.desember :) Ætli ég verði á svona póstbíl og svona... skemmtilegheit ? Eða að flokka jólapakka... jii ég hlakka alveg til sko, vinna mér inn pening ÓJÁ!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home