Jahá... ég fór ekkert á netið í gær þannig að því miður gat ég ekki skrifað neitt... Það gerðist svo sem ekkert merkilegt - var í skólanum til 18:30 - fór heim í klukkutíma og brunaði svo í kvöldskólann... eftir mjög fræðandi tíma í íslensku fór ég beint til Eyrúnar. Við vinkonurnar erum að reyna að koma upp hefð að hittast einu sinni í mánuði í svona "saumaklúbb". Þetta var meeting nr.2 !!! Það er "Halló Vín" ball í kvöld... og það er spurning hvort það verði farið á það, fjandinn hafi það! Er ekki búin að fara á menntaskólaball síðan á vorönn 2001!!! Finnst ykkur þetta vera að blíva ? ... held bara ekki... ég fór nú á svona ball á haustönn 2000, þegar það var á Astró. Þá var ég svona grísk gyðja, jesús hvað ég var flott!!! Elísabet var hérna í heimsókn og hannaði búning og förðun, ég leigði síða dökka hárkollu, var með linsur, gerviaugnhár og með lak vafið utan um mig... og NOTA BENE, var með burkna í hárinu sem var kóróna. En svo þegar leið á ballið steig einhver á lakið og það hálfhrundi utan af mér... þannig að Hanna þurfti að halda utan um mig til þess að halda lakinu út í bíl... sem by the way, var niðri á höfn, skítkalt úti og rok!!! Já... gaman að þessu! Ég ætla að fara að lesa smásögu á spænsku og svara einhverjum spurningum sem ég á að skila á eftir *röfl* - mér finnst alveg svakalega leiðinlegt að lesa, er líka að lesa Pride&Prejudice og ehm... er með einhverja stytta útgáfu með auðlesnari orðafari - iss... sama er mér!! Micran: Það eru komnir glænýjir bakhátalarar fyrir einhver þúsund og búið að taka keiluna úr skottinu í bili. Hugmyndir um að kaupa stereo græjur fyrir tæpar 30.000 ísl. kr.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home