sunnudagur, október 20, 2002

Jahá - það var svakalega gaman í bænum í gær!!! Við fengum mömmu til að skutla okkur í bæinn úr "fyrirpartýinu"... en einhvern veginn endum við Bára alltaf í 2ja manna partý sem er ekki slæmt reyndar en eitthvað skrýtið... skammist ykkar, þið eruð að missa af miklu!!! Við sátum heillengi inni í eldhúsi, drukkum rauðvín og freyðivín og skemmtum okkur konunglega! Jæja, komnar niðrí bæ um 1 leytið... beint inn á Sólon og hittum þar Evu Maríu og eitthvað fólk frá Akureyri. Á leiðinni tókst mér að hella bjór niður á mig, þannig að ég var rassblaut... fór ekki úr jakkanum! Við dönsuðum af okkur eyrun, kíktum svo yfir á Nelly's og hittum Sigrúnu, mér datt í hug að hringja og fór eitthvað afsíðis en týndi þá Báru. Hófst þá mikil leit inni á Nelly's sem endaði úti á götu. Haukur hringdi í mig og við fórum niður á Lækjartorg og fengum okkur pylsu. Töluðum einungis dönsku við pylsukonuna, sem henni fannst bara húmor! Svo röltum við í kuldanum upp Laugaveginn, kíktum aftur inn á Sólon... og VITI MENN - þar sitja allir í góðu yfirlæti! ... Við tyllum okkur, drekkum bjór sem var svo andskoti vel stillt fyrir framan okkur og Haukur bauð upp á skot! Ég kvaddi fólk um hálffimm og fór heim, hefði viljað vera lengur en vinna daginn eftir. Haukur, takk fyrir pylsuna og skotin!!! p.s. staupið brotnaði... God damn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home