fimmtudagur, október 31, 2002

Ég komst að því í dag að ég er ekki svo léleg í spænsku eftir allt saman. Ég skil hvað kennarinn er að segja!!! Fabienne var að segja mér að ég ætti að skrifa einhverja ritgerð og ég actually svaraði henni á spænsku... halelúja, nú mega Spánverjar fara að passa sig! Helgin nálgast óðfluga, ætli maður skelli sér ekki á djammið ? Svo var ég að fá SMS áðan og spurð að því hvort ég ætlaði ekki á ball með "Jet Black Joe" á föstudaginn, þeir eru að spila á Skaganum... gæti verið gaman EN þar sem ég veð ekki í peningum og nenni helst ekki að keyra, borga í göngin og á ballið þá læt ég það eiga sig í bili - væri samt gaman að sjá fólkið i gamle skolen! En því miður gat ég ekki svarað þessu SMS því að eitt af því sem ég gjörsamlega þoli ekki, það er að vera inneignarlaus!!! Já, ég get svosem sjálfri mér um kennt... ég eyði of miklu í þennan fjanda! Það er bölvaður vítahringur að vera með GSM síma... maður er aldrei í friði, eyðir morðfjár í Frelsi, gleymir að setja á Silent í tímum o.s.frv. - Ég man eftir því einu sinni í SAM tíma í FVA, þá var ég í einhverju hópverkefni og síminn minn lá á borðinu. Allt í einu kemur kennarinn, man nú ekki nafnið á þeim blessaða manni, veit samt að hann er með grátt skegg, fullur alla daga og á ljótan bíl... heitir hann Steingrímur ? æji man það ekki - ALLAVEGA kemur maðurinn strunsandi til mín, tekur símann upp, sveiflar honum eitthvað í kringum sig og skammast og segir mér að ég megi bara sækja símann upp á skrifstofu eftir tímann! Ég er smástund að átta mig á þessu, jánka bara og fer svo upp á skrifstofu. "Já hæ... ég er að ná í símann minn" segi ég eins og algjör bjáni og brosi svona Colgate brosi. Mér er vísað inn á skrifstofu hjá skólameistara sem er með símann í höndunum... hann er eiginlega alveg jafnhissa á þessu og ég og segir: "Hvað gerðist eiginlega, varstu að tala í símann í tíma?" - ég brosi bara góðlátlega og segi: "Nei, hann lá nú bara þarna á borðinu" og við sættumst á að ég ætti að hafa símann í töskunni, þetta steikti í manni heilann o.s.frv.! zZzZz... Fyrst ég er nú komin í ham langar mig að tala um annað mál. Lítill fugl settist hjá mér í stærðfræði og sagði mér að það ætti að fara að leggja þetta nýja mætingakerfi niður ? Getur það staðist ? Ekki það að ég sé á móti kerfinu en í rauninni er allt í lagi að breyta því aðeins... fólk er hvort eð er í skóla af fúsum og frjálsum vilja og ber ábyrgð á sínu eigin námi, ég veit nú að ég kann alveg að skrópa í tímum og fæ lítið samviskubit en ég stend í skilum með mín verkefni og þannig því ég VIL vera í skóla og ég VALDI þetta sjálf... Ég ætla ekki að fara lengra inn í þetta subject, geri það kannski seinna við betra tækifæri, þ.e.a.s. þegar ég veit meira um þetta! ... Eitt annað, ég þarf að fá mér svona "Comment" kerfi á bloggið mitt, svo fólk geti lagt inn sína skoðun, rétt upp hönd sem kann að setja svoleiðis inn... p.s. Síminn GSM mætti alveg veita svona "styrki" í formi inneigna, til fólks sem auglýsir heimasíðuna þeirra, LIKE ME!!! Bið að heilsa í bili, my bed is waiting...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home