þriðjudagur, febrúar 22, 2005

"L_KUR" Ó mæ... hvað er það fyrsta sem þið hugsið þegar þið sjáið þetta orð?!? Málið er að í síðustu lotu á mánudögum þá er ég ein með einn 3.-4. bekkinn og í gær ákvað ég að fara í hengikall með þeim. Í eitt skiptið voru allir búnir að giska á fullt af stöfum og það vantaði bara einn staf í orðið, "L_KUR" - þá var farið í að giska á orð... einn strákurinn var ótrúlega stoltur, rétti upp hönd og sagði: "LÓKUR!" og hinir krakkarnir: "hvað er það eiginlega?" - og horfðu á mig spurnaraugum... - en sem betur fer var gripið frammí fyrir mér og kallað: "ÉG VEIT ORÐIÐ, ÞAÐ ER LÆKUR!!!" - SHIT... ég var alveg á nippinu haha, en ég hefði örugglega bara logið að þeim einhverri þvælu! Mér fannst þetta samt dáldið fyndið... því greyin eru svo saklaus... Og ein síða hérna í tilefni dagsins: ÞETTA var fyrsta síðan sem ég fékk upp á google þegar ég fletti upp orðinu... p.s. ég verð bara að lýsa yfir ánægju minni yfir því að commentakerfið mitt sé notað :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home