mánudagur, febrúar 07, 2005

Helgin sem leið Jæja, enn ein Idol helgin liðin... Heyrst hefur að Davíð minn sé að hösla Idol gellurnar alveg hægri vinstri - ó mæ, hvað ætli konan hans segi við'ess'ö haaa.... Fyndið hvers kyns kjaftasögur fara í gang í þessu Ædoli... ha, herregud! Ég er búin að lesa þvílíkar sögur á netinu! Enda sjáið þið á þessum myndum að hann er pottþétt með Hildi Völu í takinu, er þaggi? hehehe Iss... bara gaman að þessu! - Ég er búin að kynnast þessum stelpum þarna aðeins, þær eru allar frábærar og þeim finnst örugglega gott að knúsa Davíð enda er hann voða knúsulegur ;) Það er annars lítið í fréttum, ég ligg heima í flensu núna, ömurlegt maður! Hausverkur, magaverkur, alls konar verkir, viðbjóður og ógeð! Æ, ég skrifa meira seinna í dag - nenni því engan veginn núna! p.s. flottir bolirnir ha? að ég minnist nú ekki á fánann/skiltið okkar Viggu... gargandi snilld! hey og ef einhvern langar í svona bol þá endilega commentið hérna á síðunni, sendið mér email eða jafnvel sendið mér sms - ég er alltaf með símann á mér, mætti halda að hann væri gróinn fastur í lófann á mér... þarf engan handfrjálsan búnað! Anyways, ble

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home