fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Fjórði dagurinn heima!!! Já, ég er hér með búin að vera heima í 4 daga í röð, hundveik og rugluð.... og í nótt vaknaði ég upp við það að ég var að rífa sængina úr sængurverinu... mér fannst ég bara þurfa að gera það! - Ekki spyrja hvað mér gekk til með þessu annað en það að mér varð drullukalt að liggja þarna bara með sængurverið ofan á mér! Annars horfi ég óeðlilega mikið á sjónvarpið þessa dagana, horfi á hverja rómans myndina á fætur annarri á Stöð 2 Bíó og er hryllilega væmin þess á milli... haha! Hér á eftir kemur einmitt samtal sem við mamma áttum í gærkvöldi fyrir framan sjónvarpið:

Mamma: "Mig langar svo í svona Tosjíbu" Rósa: "ha?!? ..... Toshiba er tegundin á sjónvarpinu okkar" Mamma: "Já æ svona símónu" Rósa: "hahaha... ertu að meina pasmínu?!?!" Mamma: "Æ já, mig langar í svoleiðis... svona fölbleika!"
Mér fannst þetta alveg magnað! - eins og gullmolinn sem hún kom með í hittifyrra:
"Þessi bíll er svo lítill að það þarf skóhorn til að komast inn í hann!!!"
Oh well... mamma mín er bara rosalega fyndin og mig langaði að deila því með einhverjum ;) P.s. Ég vil þakka Tullu fyrir að vera eini virki lesandinn á þessu vesældarlega bloggi mínu ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home