mánudagur, nóvember 01, 2004

Taktu sveiflu! Þetta var titill á bréfi sem ég fékk um daginn... Þetta var svona í rauðappelsínugulu umslagi, og ég hugsaði: "Vodafone bara snemma í því þennan mánuðinn!" - því þeir eru nú oft helvíti seinir með þessa símreikninga... ALLAVEGA! Ég sat við tölvuna, eitthvað annars hugar og opnaði umslagið svona út undan mér... heyrðu, það var dömubindi inni í bréfinu!!! - ekkert í neinum umbúðum, nei nei bara límt inn í bréfið... Always Ultra eitthvað að kynna nýja gerð en common, þeir hefðu nú getað notað snyrtilegri leið til að senda manni þetta, ekki bara skella því inn í eitthvað bréf - það má ekki bregða manni svona!!! ...ég held ég komi aldrei til með að nota þetta bindi... oj!!! Nuff said...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home