miðvikudagur, september 15, 2004

Ég skal segja ykkur það...

Mánudagar eru alltaf skemmtilegir - núna tókst mér að ruglast á tímum og stofum hahaha... Ég kom semsagt inn í stofuna og sá að Rikke, sem kennir mér í öðru námskeiði var við kennaraborðið. Hún brosti, heilsaði mér með nafni og spurði hvort ég ætti að vera í þessum tíma. Ég spurði þá til öryggis hvort þetta væri ekki "Dansk sprog og sprogbrug". Rikke sagði það vera og rétti mér einhver blöð. Ég hugsaði þá bara: "óóó... hún er að leysa af!" Ég settist niður, tók upp tölvuna og gerði mig líklega til að afreka mikið í tímanum. Þegar ég var tilbúin fór ég svona að líta í kringum mig og sá að það voru helvíti fáir í tímanum og ég kannaðist ekki við eitt einasta andlit! Svo kannaðist ég ekki baun við neitt sem þau voru að tala um þarna inni. - Shit, hvar var ég eiginlega ? - Nei, haldiði ekki að ég hafi verið í kolvitlausum tíma, þetta var lokanámskeið III en ég er bara í I ...hahaha! - bara tilviljun að hitta á dönskutíma og námskeið sem heitir það sama og ég átti að vera í! Það tók mig samt svona 20 mínútur að manna mig upp í að standa upp, afsaka mig og labba út... En vá hvað ég var fegin að komast út!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home