mánudagur, ágúst 30, 2004

James hinn brúni... Ég og Bára fórum á James Brown tónleikana á laugardaginn. Töldum okkur vera örlítið sjóaðar í þessum tónleikabransa eftir allt Metallica bröltið og lögðum því uppi á Suðurlandsbraut til að losna við traffíkina fyrir framan Höllina... en viti menn - það voru alls staðar laus stæði! Svo komum við inn og þá var salurinn bara hálftómur... heyrðu nú mig - ég trúði þessu nú ekki! Jagúar menn byrjuðu að spila og þá fór liðið svona að týnast inn og dilla sér... þeir eru nú orðnir helvíti þéttir, Jagúarmenn... ég réði ekki við mig og dillaði mér í takt við tónlistina... Við settumst á palla þarna niðri á gólfinu sem settir voru inn til að minnka gólfið, greinilega ekki nógu mikil aðsókn og tónleikahaldarar eitthvað að reyna að redda sér... Svo kom hljómsveit James Brown á sviðið, vá maður fékk fiðring í magann... allir í rauðum jakkafötum með þverslaufu... og bakraddasöngkonurnar, í bláum glansgalla með glimmerkraga... vá alveg ekta! Önnur stór og mikil svört kona með lagninguna alveg í lagi og hin svona týpísk, með blásið hár og permanent! Eftir svaka kynningu á bandinu og "The soul general" - sem var greinilega elsti kappinn í bandinu, kom James Brown á svið... flottur! -Fólkið í stúkunni stóð upp og allir á gólfinu klöppuðu og dönsuðu eins og þeir gátu, og þarna var salurinn nærri fullur af fólki... mikið stuð! Gamli snéri sér á tá og hæl og söng sín frægustu lög... inn á milli komu 2 go-go gellur og dönsuðu með, aldrei í sama "átfittinu" - líka alveg ekta! - Ég skemmti mér allavega svakalega rosalega vel - Að sjá þetta show og James Brown var alveg 4.800 kr virði! Svona eftir á var svolítið absúrd að sjá guðfaðirinn bara mættan og í seilingarfjarlægð!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home