þriðjudagur, maí 11, 2004

Mér finnst að fólk ætti alltaf að koma hreint fram. Ég veit ekki hvað særir mann meira en lygar. Og það sem verra er - hvað fær fólk til að ljúga ? Heldur það að það sé að "hlífa manni" - shit hvað það virkar ekki! Ég er mjög fær í því að sjá gegnum fólk, ekki það að ég sé alltaf að flíka því - en ég veit þegar fólk er að ljúga. Ég finn þetta bara á mér - ég les fólk eins og opna bók! Ef ég þekki viðkomandi á annað borð þá finn ég strax breytingu... passið ykkur bara...! Ég las einmitt í "Lifandi Vísindi" eða eitthvað að það sé öðruvísi lykt af manni þegar maður lýgur, alveg eins og það er öðruvísi lykt af manni þegar maður er stressaður o.s.frv. - Þess vegna eru hundaþjálfarar oft með tyggjó þegar þeir eru að sýna hundana sína því ef hundurinn finnur að viðkomandi þjálfari sé stressaður tjúnast greyið upp líka... NÚ! - Það sem ég vildi segja er það að ég veit meira en ég lít út fyrir að vita - og ég vil ekki láta vaða yfir mig! Nuff said...

Thought for the day: Wouldn't it be nice if whenever we messed up our life we could simply press "Ctrl Alt Delete" and start all over?

2 Comments:

At 5/11/2004 01:40:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, er þetta að virka ?

 
At 5/12/2004 11:25:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er mjög flott svona...

Já ctrl+alt+delete, það væri frábært!

Kv.
Soffía Theódóra

 

Skrifa ummæli

<< Home