Voðalega eru fréttir á Íslandi orðnar þunnar í dag. Ég sá þessa frétt á fréttavef ruv.is: "Fann skíði í vegkanti og skilaði þeim Skíði fundust í vegarkanti í Langadal í dag. Ökumaður á leið norður sá skíðin og ákvað að taka þau með sér og skilja þau eftir í kaupfélaginu í Varmahlíð. Hann hringdi síðan í lögregluna á Blönduósi og lét vita. Enginn hafði þá spurt eftir skíðunum. Síðar um daginn var hringt frá Akureyri. Þar hafði maður gripið í tómt þegar hann ætlaði að taka skíði af þaki bíls síns. Lögreglan gat þá greiðlega leyst úr þeim vanda og vísað honum í Varmahlíð. Ökumenn á leið norður hafa ekki allir gefið sér jafn góðan tíma til að líta í kringum sig og aðstoða náungann eins og sá sem fann skíðin því mikið hefur verið um hraðakstur og voru fjörutíu ökumenn teknir fyrir of hraðakstur." Hverjum er ekki sama? úúú... það er allt eins hægt að skrifa um alla gsm símana sem finnast niðri í bæ eftir djamm helgarinnar eða: "Fann fimmhundruðkall á leiðinni heim úr vinnu, komst svo að því að nágranninn átti hann!" ...er svona lítið að gerast á Íslandi?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home