mánudagur, apríl 26, 2004

Rósa: "dulle'steppa já" Helgin: Ég skellti mér á galeiðuna á laugardagskvöldið... (2.skiptið í vikunni) - í þetta skiptið með Davíð, Sigga og Helgu vinkonu, sem er Akureyringur og dýri með meiru! - Nú við sátum saman í skúrnum í Garðabæ og sturtuðum í okkur áfengi eins og við ættum lífið að leysa og skutluðumst svo niður í bæ á Dubliner og það skal ég segja ykkur er fínn staður jájájá... Ég talaði dönsku við mann og annan og fékk upplýsingar um það hvað ég ætti svona helst að skoða hérna á Íslandi... voða skemmtilegt! NÚ svo þegar fer að daga þá fer að sækja á mann höfgi og þá er það Hlöll'o'kók... bara svona fyrir svefninn. Eftir það fær maður 1 stk '85 módel* til að sækja mann (eða einhvern bara sem asnast til að svara í símann þegar maður hringir kl. hálfsjö að morgni!!!) Gaman aðessö! Já, ég skemmti mér bara vel - gaman að geta hitt Helgu mína og aðeins að skvetta úr klaufunum svona áður en prófin byrja! Hey, haldið þið að mín hafi svo ekki setið alla helgina og lært stærðfræði fyrir utan þessa bæjarferð á laugardaginn?!? Annað eins hefur nú ekki gerst á minni skólagöngu... Kannski því ég átti eftir að skila einhverjum verkefnum og svona en aðalmálið var það að ég settist niður og kláraði málið bara, já! Skaust svo upp í skóla, eiturhress kl. 07:30 í morgun og laumaði þessu í hólfið hjá kennaranum! Svo bauð Blogger mér að testa Gmail því ég er virkur notandi hjá þeim. Ég er svaka spennt yfir þessu... er með storage upp á 1000 MB takk fyrir góðan daginn sko! prófið að senda mér: rosie.g@gmail.com Ég ætla annars aðeins að leggja mig, kannski svona fram á hádegi og demba mér svo í næsta verkefni, munnlegt spænskupróf! "Hola, me llamo Rósa" - þetta var eitt af því fáa sem ég gat stunið upp úr mér í fyrsta munnlega spænskuprófinu mínu hahaha, jæja - meira seinna! P.s. HÉR getið þið skoðað verðmun á kaffi, víni og bjór á helstu stöðum borgarinnar... rakst á þetta af tilviljun þegar ég var að reyna að finna heimasíðu Dúblíner... Enjoy! *Senst (lesið með gelgjulegum hreim) ... bróðir minn eða bróðir Davíðs - auðveldara að segja bara "1 stk '85"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home