fimmtudagur, mars 04, 2004

"Nálar... og náladofi" Ég var í krossbandaaðgerðinni í gær... og mér finnst að ég ætti að komast í Heimsmetabók Guinnes - fyrir að vera með náladofa í sólarhring eða meira...!!! Díses... ég er búin að vera með náladofa í allri hægri löppinni síðan í gærdag! Annars gekk aðgerðin víst vel bara, ég var sofandi frá ca. þrjú í gær... til miðnættis... en ég er fegin að það þurfi ekki að svæfa mig aftur - er orðið frekar illa við þetta! Alltaf verið að stinga mig eitthvað... Gulla frænka kemur svo og stingur mig í magann í dag með blóðþynningarlyfjum - weird, fékk eina svona sprautu í gær! Maginn er svona staður sem ég vil hafa út af fyrir mig! Svona þangað til ég er búin að koma magavöðvunum úr slökun... haha Heyrðu já... svo þegar ég var nývöknuð eftir svæfinguna í gær þá var mér velt á hliðina og morfínstíl stungið upp í rassinn á mér - þið getið rétt ímyndað ykkur hvað mér brá...!!! Svo þurfti ég að setja annan svona í mig í gærkvöldi... það var skrýtið! Jæja - ég kem til með að skrifa um Akureyrarferðina bráðlega... :) ble ble í bili!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home