"Þegar öllu er á botninn hvolft
þá er lífið þó umfram allt saltfiskur"*
Ég fékk einu sinni góða bók að gjöf sem heitir "Íslensk orðsnilld" og þar fann ég þessi brilliant orðtök:
"Ekkert er svo stutt að það geti ekki teygt sig"
"Sælir eru einfaldir, aldrei misskildir fyrir annað en það sem þeir eru"
Þetta er bara með því sniðugra sem ég hef lesið. Ég hef nefnilega lúmskt gaman af svona hnyttnum setningum og skemmtilegum orðtökum.
Var um tíma með mín eigin hérna á blogginu en nennti því svo ekki - fannst ég vera sú eina sem hafði gaman af þessu haha!
- - - - - - -
Ég og Davíð erum að fara til Danmerkur á þriðjudaginn... úúú ég hlakka svo til! Get ekki beðið eftir að finna lyktina í Köben. Það er nefnilega dáldið spes lykt þar. Know what I'm talking about ?
Stefnan er að fá sér annað húðflúr og er mikið plan í gangi hvar á líkamann það fer og hvernig mynd - any ideas ? Ég var dáldið að spá í gaurinn með sláttuvélina, fannst hann helvíti góður! Svo annars nei, það teygist og verður ljótt þegar ég eignast börn. Gæti endað sem einhver svört klessa og orðið eins og sortuæxli! Ekki beint smekklegt!
- - - - - - -
Jæja, ég er að spá í að fara og fá mér ferskt loft eða eitthvað - er eitthvað slöpp, illt í eyrunum og höfðinu... og pínulítið flökurt - kannski því ég skildi gluggann eftir galopinn í nótt og vaknaði um 5-leytið í morgun að krókna í hel! Líkamshitinn örugglega kominn niður á hættulegt stig!
Ég er hins vegar búin að vera að dúlla mér í síðunni minni í gær og í dag, skipti um liti og svona... vonandi fílar fólk þetta!
Ble ble...
*Halldór Laxness, Salka Valka
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home