þriðjudagur, janúar 06, 2004

Jæja, fyrsti skóladagurinn... taflan mín er frekar þægileg í MH - 1 tími á mánudögum, 3 á þriðjudögum, ENGINN á miðvikudögum, 2 á fimmtudögum og 3 á föstudögum. Mér leist bara ágætlega á þetta, skrýtið reyndar að vera komin í dönsku aftur hehe... ég er í valáfanga sem kallast TT - tænke, tale! - bara gaman! Svo á kvöldskólinn eftir að bætast inn í og svo fjarnámið svo það verður alveg slatti að gera hjá mér í vetur. Ég nældi í 2 frímiða hjá Iceland Express í gær fyrir mig og Davíð til Köben... hlakka ekkert smá til !!! Jæja, ég ætla að leggjast upp í rúm og hafa það kósý og horfa á Dr.Phil... enda örugglega á því að horfa á alla dagskránna hjá SkjáEinum hehehe...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home