Átsj... Ég brenndi mig á handleggnum í fyrradag þegar ég var að strauja... og fékk auðvitað brunasár. Fyrst um sinn var bara svona rauð rák en svo kom í ljós þríhyrningur út frá því og svona 2 hringir inni í því þar sem enginn bruni var og vitiði hvað... - þessir hringir eru far eftir götin þar sem gufan kemur út úr straujárninu! Ég er mikið búin að horfa á þetta og núna finnst mér þetta vera eins og draugur að blása tyggjókúlu því það er náttúrulega brunablaðra eftir brunaröndinni... Já, hlæjiði bara - þetta er samt sárt!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home