Ég las á blogginu hennar Ragnheiðar að hún hefði verið í endajaxlatöku og mundi þá eftir því að mínir voru líka teknir allir í einu vorið 2001, kæra systir... og ég fann ekki fyrir neinu, varð ekkert bólgin eða neitt. Var EINUNGIS dofin í sólarhring því tannsi pumpaði of miklu deyfidóti í mig því hann hélt að þetta yrði eitthvað mál... en svo tók hann þá bara úr mér eins og tappa úr flösku! Svipurinn á grey manninum þegar hann tók fyrsta jaxlinn úr... hehe og ég horfði á hann með saklausum augum og slefi niður á höku og sagði: "Ka? *slef*...eþeda búi?*slef*" og beit í vörina á mér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home