Long time no see...
Við fórum að smala um þarsíðustu helgi... og vá hvað það var gaman! Bara að komast út úr Reykjavík once in a while er nauðsynlegt... og að ég minnist ekki á hreina loftið!!! Við ákváðum þetta á fimmtudagskvöldi, fórum á föstudegi og komum seint á sunnudagskvöldinu... Á laugardeginum var smalað úr Geirþjófsfirði og vorum við Davíð staðsett í Trostansfjörð til að standa fyrir... biðum frá 11-15 en biðin var þess virði... lögðum okkur í björgunarsveitarjeppanum í fjöruborðinu... rúntuðum svo fram og til baka með Frigga Jó með rollur sem gáfust höfðu upp sem Jói og þeir komu með á báti. Ég fékk að keyra báða jeppana!!! (varð að koma þessu að hehe) Á sunnudagsmorgni var vaknað snemma og smalað heim úr Vatnsdal. Þeir sem ekki hafa komið þangað hafa misst af miklu! Þetta er einn fallegasti staður á jarðríki... yfirþyrmandi ósnert náttúran... og já, ég er stolt af því að geta rakið rætur mínar á þessar slóðir! Meira hef ég nú ekki að segja í bili... er að stressa mig upp úr skónum fyrir stúdentsútskrift... gæti trúað mér til að klúðra þessu öllu og geta ekki útskrifast... piff ég vona svo innilega að allt gangi vel!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home