Ég var að fara í gegnum email síðan í fyrra... frá mömmu, til allra heima, og fullt síðan ég var í Köben o.fl. - og vá hvað ég fæ mikla útþrá! Eins og svo margir vita kannski... þá hef ég verið að gæla við þá hugmynd að fara út í Lýðháskóla... og hef verið að skoða heimasíður úti og svona. Ég held ég dembi mér í dönsku í HÍ eftir áramót, og sjái svo til eftir ár, hvort mig langi ekki bara að fara þá! Tvíburaeðlið... eða hinn svo kallaði "valkvíði" hrjáir mig mjög mikið... við tvíburar (og þá á ég við stjörnumerkið) skiptum örar um skoðun en venjulegt fólk! Eyrún fann upp þetta orð... og þakka ég henni fyrir það að koma orðum yfir þetta fyrirbæri! Ég er að morkna í skólanum, fæ alveg grænar í hvert skipti sem ég fer inn um dyrnar. Hlakka samt til að setja upp húfu um jólin og þurfa aldrei að koma aftur! Helgin framundan verður vonandi skemmtileg. Eitthvað verður um skemmtun en þarf kannski að læra mikið heima. Er ekki jafndugleg og ég var í byrjun en samt... ég reyni!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home